Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 24. apríl 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Hafna því að Vinicius Jr sé nálægt því að framlengja við Real Madrid
Mynd: EPA
Föruneyti brasilíska vængmannsins Vinicius Jr hafnar því alfarið að leikmaðurinn sé nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid.

Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sagði frá því gær í að Vinicius Jr væri búinn að ná munnlegu samkomulagi um nýjan samning og nú ætti aðeins eftir að ákveða lengd samningsins.

Framtíð leikmannsins er hins vegar ekki eins ráðin og Romano vill halda fram.

Athletic fær það staðfest frá föruneyti Vinicius Jr að hann sé ekki nálægt því að framlengja við Real Madrid og heldur því einnig fram að boltinn sé núna hjá félaginu.

Real Madrid bauð honum nýjan samning í janúar en hann hafnaði því tilboði enda töluvert lægra en það sem hann fer fram.

Vinicius, sem er 24 ára gamall, vill fá 30 milljónir evra í árslun sem myndi gera hann að launahæsta leikmanni í sögu félagsins.

Leikmaðurinn er með annan kost í stöðunni og það er að fara til Sádi-Arabíu en á síðasta ári ræddu fulltrúar á vegum sádi-arabíska ríkissjóðsins við föruneyti leikmannsins og voru þeir tilbúnir að gera hann að launahæsta leikmanni í sögu fótboltans

Áhuginn er enn til staðar og ekki hægt að útiloka að hann fari þangað í framtíðinni.
Athugasemdir
banner