Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   þri 24. maí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Halls: Gott Lengjudeildarlið er það sem ég þrái
Arnar Hallsson þjálfari ÍR
Arnar Hallsson þjálfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er það getustig sem við viljum bera okkur saman við og við teljum okkur vera nógu góða til þess að spila í Lengjudeildinni og þessir leikir eru frábær áskorun fyrir okkur til þess að sýna það. En nú tekur við önnur áskorun sem er að sýna að við getum gert þetta ú deildinni stöðugar en við gerðum í fyrra og það er áskorun sem við verðum að taka fagnandi og verðum að taka alvarlega.“
Sagði Arnar Hallson þjálfari annarar deildar liðs ÍR eftir 2-1 sigur hans manna á Lengjudeildarliði Grindavíkur suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 ÍR

Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og settu talsverða pressu á vörn Grindavíkur og mættu þeim hátt á vellinum. Var það uppleggið sem Arnar lagði upp fyrir liðið að mæta þeim af slíkum krafti framarlega á vellinum?

„Þetta er einn af okkar styrkleikum og við viljum spila á þeim alveg sama hver andstæðingurinn er. Við verðum að virða andstæðinginn líka en við vildum byrja leikinn sterkt til þess að láta það sjást strax að við teldum að við hættum heima á vellinum með þessu Grindavíkurliði sem er bara gott lið.“

Eftir að ÍR hafði náð forystu um miðjan fyrri hálfleik með marki Bergvins Fannars Helgasonar jafnaði Dagur Ingi Hammer fyrir Grindavík á 52. mínútu leiksins. Gestirnir voru ekki lengi að ná forystunni aftur þegar Guðjón Máni Magnússon skilaði boltanum í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu aðeins þremur mínútum síðar. Arnar var væntalega kátur með svar síns liðs.

„Það var mjög ánægjulegt. Ég var óánægður með þetta mark sem við fengum á okkur vegna þess að þetta var staða sem við vorum búnir að ræða og fara í gegnum þannig að það var sætt að geta svarað með þessum hætti svona skömmu seinna því að augnablikið var svolítið að fara þeirra megin í leiknum og það var mikilvægt að snúa þeirri þróun leiksins strax þar.“

Á Arnar sér einhvern óskamótherja í 16 liða úrslitum?

„Gott Lengjudeildarlið. Það er það sem ég þrái“

Sagði Arnar en allt viðtal Fótbolta.net við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir