Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 24. maí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Halls: Gott Lengjudeildarlið er það sem ég þrái
Arnar Hallsson þjálfari ÍR
Arnar Hallsson þjálfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er það getustig sem við viljum bera okkur saman við og við teljum okkur vera nógu góða til þess að spila í Lengjudeildinni og þessir leikir eru frábær áskorun fyrir okkur til þess að sýna það. En nú tekur við önnur áskorun sem er að sýna að við getum gert þetta ú deildinni stöðugar en við gerðum í fyrra og það er áskorun sem við verðum að taka fagnandi og verðum að taka alvarlega.“
Sagði Arnar Hallson þjálfari annarar deildar liðs ÍR eftir 2-1 sigur hans manna á Lengjudeildarliði Grindavíkur suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 ÍR

Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og settu talsverða pressu á vörn Grindavíkur og mættu þeim hátt á vellinum. Var það uppleggið sem Arnar lagði upp fyrir liðið að mæta þeim af slíkum krafti framarlega á vellinum?

„Þetta er einn af okkar styrkleikum og við viljum spila á þeim alveg sama hver andstæðingurinn er. Við verðum að virða andstæðinginn líka en við vildum byrja leikinn sterkt til þess að láta það sjást strax að við teldum að við hættum heima á vellinum með þessu Grindavíkurliði sem er bara gott lið.“

Eftir að ÍR hafði náð forystu um miðjan fyrri hálfleik með marki Bergvins Fannars Helgasonar jafnaði Dagur Ingi Hammer fyrir Grindavík á 52. mínútu leiksins. Gestirnir voru ekki lengi að ná forystunni aftur þegar Guðjón Máni Magnússon skilaði boltanum í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu aðeins þremur mínútum síðar. Arnar var væntalega kátur með svar síns liðs.

„Það var mjög ánægjulegt. Ég var óánægður með þetta mark sem við fengum á okkur vegna þess að þetta var staða sem við vorum búnir að ræða og fara í gegnum þannig að það var sætt að geta svarað með þessum hætti svona skömmu seinna því að augnablikið var svolítið að fara þeirra megin í leiknum og það var mikilvægt að snúa þeirri þróun leiksins strax þar.“

Á Arnar sér einhvern óskamótherja í 16 liða úrslitum?

„Gott Lengjudeildarlið. Það er það sem ég þrái“

Sagði Arnar en allt viðtal Fótbolta.net við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner