Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   þri 24. maí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Halls: Gott Lengjudeildarlið er það sem ég þrái
Arnar Hallsson þjálfari ÍR
Arnar Hallsson þjálfari ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er það getustig sem við viljum bera okkur saman við og við teljum okkur vera nógu góða til þess að spila í Lengjudeildinni og þessir leikir eru frábær áskorun fyrir okkur til þess að sýna það. En nú tekur við önnur áskorun sem er að sýna að við getum gert þetta ú deildinni stöðugar en við gerðum í fyrra og það er áskorun sem við verðum að taka fagnandi og verðum að taka alvarlega.“
Sagði Arnar Hallson þjálfari annarar deildar liðs ÍR eftir 2-1 sigur hans manna á Lengjudeildarliði Grindavíkur suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 ÍR

Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og settu talsverða pressu á vörn Grindavíkur og mættu þeim hátt á vellinum. Var það uppleggið sem Arnar lagði upp fyrir liðið að mæta þeim af slíkum krafti framarlega á vellinum?

„Þetta er einn af okkar styrkleikum og við viljum spila á þeim alveg sama hver andstæðingurinn er. Við verðum að virða andstæðinginn líka en við vildum byrja leikinn sterkt til þess að láta það sjást strax að við teldum að við hættum heima á vellinum með þessu Grindavíkurliði sem er bara gott lið.“

Eftir að ÍR hafði náð forystu um miðjan fyrri hálfleik með marki Bergvins Fannars Helgasonar jafnaði Dagur Ingi Hammer fyrir Grindavík á 52. mínútu leiksins. Gestirnir voru ekki lengi að ná forystunni aftur þegar Guðjón Máni Magnússon skilaði boltanum í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu aðeins þremur mínútum síðar. Arnar var væntalega kátur með svar síns liðs.

„Það var mjög ánægjulegt. Ég var óánægður með þetta mark sem við fengum á okkur vegna þess að þetta var staða sem við vorum búnir að ræða og fara í gegnum þannig að það var sætt að geta svarað með þessum hætti svona skömmu seinna því að augnablikið var svolítið að fara þeirra megin í leiknum og það var mikilvægt að snúa þeirri þróun leiksins strax þar.“

Á Arnar sér einhvern óskamótherja í 16 liða úrslitum?

„Gott Lengjudeildarlið. Það er það sem ég þrái“

Sagði Arnar en allt viðtal Fótbolta.net við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner