Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 24. maí 2024 21:02
Stefán Marteinn Ólafsson
Nik: Komum við út með mikið hugrekki, hjarta og löngun
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik tóku á móti Val í stórleik umferðarinnar í Bestu deild kvenna í kvöld.

Bæði lið voru fyrir leikinn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar svo það var ljóst að annaðhvort liðið hið minnsta þyrfti að gefa eftir.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

„Fyrir okkur var þetta leikur tveggja hálfleika. Í fyrri hálfleik vorum við mjög íhaldssöm og svolítið passív. Valur stýrði leiknum og komust í hættulegar stöður. Við bjuggum okkur ekki til mikið en í síðari hálfleik komum við út með miklu meiri hugrekki, hjarta og löngun. Ég held að þegar uppi er staðið það sé það sem hafi skilað þessu." Sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í dag.

Aðstæðurnar í dag voru vægast sagt erfiðar en veðrið gerði liðunum gríðarlega erfitt fyrir.

„Þetta er eins og það er. Þetta er ekki það sem ég hefði valið og þetta eru ekki aðstæðurnar til þess að vera spila fótbolta. Þetta er bara ákvörðun sem var tekinn og við héldum bara áfram." 

Nik var sammála því að gæði leiksins hefðu liðið fyrir aðstæðurnar hér í kvöld.

„Í heildina þá já. Ég held að bæði lið hafi reynt að spila og þú gast séð glitta í smá gæði hjá báðum liðum en til þess að þetta yrði besti mögulegi leikurinn þá eru þetta ekki góðar veður aðstæður til þess að spila."

Það stóð aldrei til að færa leikinn inn.

„Leikurinn var alltaf að fara vera úti. Það var spurning í vikunni hvort við gætum fært leikinn um einn dag en það var ekki hægt svo þannig var það. Við vorum ekki að fara spila inni í fífunni, við æfum ekki einusinni þar nema við verðum og Kórinn var aldrei möguleiki því það var skráður leikur þar. Ef við hefðum spilað á morgun þá hefðum við alltaf líka spilað hann hérna úti. Það var bara eins og það er og við höldum bara áfram." 

Nánar er rætt við Nik Chamberlain þjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner