fim 24. júní 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ismael yfirgefur Barnsley og tekur við West Brom (Staðfest)
Mynd: Getty Images
West Brom hefur staðfest ráðningu á Valerien Ismael, hann tekur við sem knattspyrnustjóri félagsins.

Ismael skrifar undir fjögurra ára samning. WBA greiðir Barnsley fyrir að fá Ismael en hann stýrði Barnsley í fimmta sæti Championship í vetur.

Frakkinn stýrir WBA í Championship deildinni á komandi leiktíð eftir að liðið féll úr efstu deild í vor.

Ismael er 45 ára og hefur stýrt Nurnberg, Wolfsburg, Apollon Smyrnis, LASK og Barnsley á sínum stjóraferli. Sem leikmaður lék hann með Crystal Palace, Strasbourg, Lens, Werder Bremen, Bayern Munchen og Hannover.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner