Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 24. ágúst 2019 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gregg fannst rauða spjaldið réttur dómur - „Gerum þetta saman"
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Eins og ég hef sagt áður, þá viljum við vinna alla leiki," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þórs Akureyri, eftir 1-1 jafntefli gegn Leikni í Inkasso-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Leiknir R.

Þetta var annað jafntefli Þórs í röð á heimavelli og er liðið núna í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Þór eru einu stigi á eftir Gróttu, en Grótta á auðveldara leikjaplan eftir en Þór.

„Augljóslega verðum við að gera betur. Það eina sem við getum gert er að hugsa um næsta leik, við verðum að vinna þann leik."

„Við höfum ekki tapað leik frá því í júní. Við verðum að bæta okkur á heimavelli. Við höfum verið mjög góðir á útivelli. Það eru alltaf vonbrigði ekki að vinna á heimavelli og við vitum að við verðum að gera betur."

Rauða spjaldið sem Leiknismenn fengu í fyrri hálfleiknum vakti mikla athygli. Gestirnir úr Breiðholti voru gjörsamlega trylltir yfir dómnum, en Gregg fannst það réttur dómur.

„Mér fannst það einfalt rautt spjald því hann fór of hátt með fótinn og hann kom of seint inn í baráttuna. Þetta var alltaf rautt spjald og þannig er það."

Þór var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft. Einum færri misstu Þórsarar forystuna.

„Ég hef ekki talað enn við strákana. Þeir þurfa að melta þetta. Við tölum um leikinn á mánudaginn. Auðvitað er pirrandi að tapa niður forystunni því þú vilt vinna. En við verðum að gera þetta saman og sem fótboltafélag."

„Við getum annað hvort verið neikvæðir eða jákvæðir, og gera þetta saman. Það er það eina sem ég er að hugsa um, að við ætlum að gera þetta saman."

Ætlar Þór að vera í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili? „Við eigum góða möguleika á því. Við verðum bara að standa saman og reyna að gera það."

Viðtalið við Gregg Ryder má í heild sinni sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner