Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   lau 24. september 2022 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
„Það er verið að hugsa um kvennastarfið í Fram, fólki er ekki sama"
Óskar Smári Haraldsson.
Óskar Smári Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar og Aníta Lísa, þjálfarar Fram.
Óskar og Aníta Lísa, þjálfarar Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er virkilega gaman að fara alla leið og vinna deildina," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir að bikarinn fór á loft í 2. deild kvenna í dag.

Fram er meistari - þrátt fyrir tap gegn Völsungi í lokaleik tímabilsins - og leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

„Mér finnst við eiga þetta skilið; félagið á þetta skilið, stelpurnar eiga þetta skilið - við erum verðskuldaðir meistarar."

„Þetta er eini leikurinn í sumar þar sem við látum keyra yfir okkur. Risa hrós á Völsung fyrir spilamennsku þeirra í seinni hálfleik," sagði Óskar Smári sem fékk vatnsgusu yfir sig í viðtalinu frá leikmönnum sínum.

„Núna er mér skítsama hvernig leikurinn fór. Við töpuðum 4-1 og 'fokk it' - Völsungur átti það skilið."

„Það var skemmtilegt að fá þessa gusu yfir sig, en ég á eftir að hefna mín á þeim. Stelpurnar í þessu liði eru gjörsamlega frábærar. Þær hafa lagt ótrúlega mikið á sig."

Óskar segir að umgjörðin í kringum kvennalið Fram sé til fyrirmyndar. „Ég ber fulla virðingu fyrir Völsungi - ég er ekki að gagnrýna þau - en við erum með tvo aðalþjálfara, styrktarþjálfara, markmannsþjálfara, liðsstjóra og með lækni. Alli er einn hinum megin með einn aðstoðarmann. Það hefur rætt mikið um umgjörðina hjá félögum á Íslandi en Fram á algjörlega hrós skilið. Það er allt í toppstandi, Fram passar að það sé jafnt kvenna- og karlamegin. Fram sem félag á stóran þátt í þessari velgengni."

Óskar og Aníta Lísa Svansdóttir tóku við Fram fyrir tímabilið og þau komu liðinu upp í Lengjudeildina í fyrsta sinn. Kvennalið Fram var stofnað á nýjan leik fyrir þremur árum.

„Það er verið að hugsa um kvennastarfið í Fram, fólki er ekki sama. Við erum að uppskera eftir því sem við sáum."

„Samstarfið hefur gengið frábærlega, það gekk vonum framar. Við vegum hvort annað mikið upp. Aníta er ótrúlegur þjálfari. Við erum með sömu sýn hvernig við viljum spila. Við erum bara sem einn karakter. Frá mínum bæjardyrum gæti ég ekki verið ánægðari," sagði Óskar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan þar sem hann ræðir um það sem er framundan, Lengjudeildin. „Við ætlum að setja þetta allt á næsta 'level'."
Athugasemdir
banner
banner