Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   sun 24. september 2023 19:06
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: KA skoraði fjögur í Árbænum
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fylkir 2 - 4 KA
0-1 Harley Willard ('6)
1-1 Pétur Bjarnason ('16) 
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('32)
1-3 Harley Willard ('55)
1-4 Sveinn Margeir Hauksson ('86)
2-4 Þóroddur Víkingsson ('93)


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

Fylki tókst ekki að rífa sig úr fallbaráttunni þegar liðið fékk KA í heimsókn í síðasta leik dagsins í Bestu deild karla.

KA tók forystuna snemma leiks eftir hrikaleg mistök í varnarlínu Fylkis þar sem Ragnar Bragi Sveinsson missti boltann á Andra Fannar Stefánsson, sem kom honum á Harley Willard sem skoraði.

Heimamenn voru þó ekki lengi að jafna. Pétur Bjarnason skallaði fyrirgjöf frá Birki Eyþórssyni í netið á 16. mínútu og hélst staðan jöfn í rétt rúman stundarfjórðung.

Árbæingar komust nálægt því að taka forystuna í tvígang en það voru gæðin í Hallgrími Mar Steingrímssyni sem létu næsta mark rætast. Hann skoraði beint úr aukaspyrnu og leiddu Akureyringar í hálfleik.

Harley gerði þriðja mark KA með frábæru skoti snemma í síðari hálfleik og virtist forysta gestanna sjaldan í hættu. Sveinn Margeir Hauksson innsiglaði sigurinn eftir sendingu innfyrir frá Hallgrími á 86. mínútu og minnkaði Þóroddur Víkingsson leikinn með síðasta sparkinu fyrir lokaflautið.

Niðurstaðan 2-4 sigur KA sem er með 35 stig eftir 24 umferðir. Fylkir er einu stigi fyrir ofan fallsæti með 22 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner