PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   sun 24. september 2023 20:43
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe fór meiddur af velli í stórsigri
Mynd: EPA
Mynd: PSG

PSG 4 - 0 Marseille
1-0 Achraf Hakimi ('8)
2-0 Randal Kolo Muani ('37)
3-0 Goncalo Ramos ('47)
4-0 Goncalo Ramos ('89)


Kylian Mbappé var í byrjunarliði Paris Saint-Germain sem tók á móti Marseille í fjandslag í efstu deild franska boltans.

Marokkóski bakvörðurinn Achraf Hakimi tók forystuna fyrir PSG snemma leiks en Mbappe meiddist skömmu síðar og var skipt af velli fyrir Goncalo Ramos. Mbappe fór haltrandi af velli eftir að hafa orðið fyrir ökklameiðslum.

Randal Kolo Muani var í byrjunarliðinu og skoraði hann annað mark PSG til að tvöfalda forystuna. Staðan var því 2-0 í leikhlé og bætti Ramos þriðja markinu við eftir undirbúning frá Ousmane Dembele í upphafi síðari hálfleiks.

PSG var talsvert sterkara liðið á vellinum í dag og gerði Ramos fjórða og síðasta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Kolo Muani á lokamínútunum.

PSG er í þriðja sæti eftir þennan sigur, með ellefu stig eftir sex umferðir. Frakklandsmeistararnir eru tveimur stigum eftir toppliði Brest sem hafði betur gegn Lyon í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner