Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   fös 24. nóvember 2017 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur Péturs: Við erum hérna tveir Skagamenn
Kvenaboltinn
Pétur ásamt Mist, Elínu og Hallberu.
Pétur ásamt Mist, Elínu og Hallberu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég held að það hafi aldrei verið neitt annað í myndinni hjá henni en að halda áfram í Val.
,,Ég held að það hafi aldrei verið neitt annað í myndinni hjá henni en að halda áfram í Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er geysilegur sterkur fyrir okkur að fá hana heim aftur og í Val," sagði Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, glaður í bragði þegar spjallað var við hann í dag.

Það var veisla á Hlíðarenda í dag er tilkynnt var frá samningum við Hallberu Guðný Gísladóttur, Elínu Mettu Jensen og Mist Edvardsdóttur.

Hallbera, sem er vinstri bakvörður, er að koma aftur heim úr atvinnumennsku. Hún lék á þessu ári með Djurgarden í Svíþjóð en hún ákvað að snúa aftur heim eftir tímabiliðið sem var að ljúka ytra.

Hin 31 árs gamla Hallbera spilaði með Breiðabliki 2015 og 2016 en hún hefur þó lengst af á meistaraflokksferli sínum á Íslandi leikið einmitt með Val.

Hallbera er hins vegar uppalin hjá ÍA á Akranesi og hún Pétur eiga því eitthvað sameiginlegt.

„Við erum hérna tveir Skagamenn mættir og það er fínt," sagði Pétur léttur í bragði.

Elín Metta Jensen og Mist Edvardsdóttir framlengdu einnig samninga sína við Val í dag.

Landsliðskonan Elín Metta var næstmarkahæst í Pepsi-deildinni í sumar með sextán mörk en hún rifti samningi sínum við félagið á dögunum. Elín Metta hefur nú skrifað undir nýjan þriggja ára samning.

„Hún var með ákvæði eftir tímabilið en ég held að það hafi aldrei verið neitt annað í myndinni hjá henni en að halda áfram í Val."

Pétur tók við Val á dögunum og um sitt nýja starf segir hann þetta: „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt, þetta hefur komið á óvart. Það er gott tempó á æfingum og virkilega skemmtilegt að mæta á æfingar."

Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur eru báðar óléttar og óvíst er með þáttöku þeirra næsta sumar.

„Þær verða með okkur, en það er spurning hversu mikið þær verða með okkur. Þær eru náttúrulega barnshafandi báðar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir