Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. janúar 2023 18:09
Brynjar Ingi Erluson
Hætt við að fjölga liðum á EM - Fleiri leikir í Þjóðadeild
Mynd: EPA
Evrópska fótboltasambandið, UEFA, er hætt við að fjölga liðum á EM landsliða úr 24 í 32 en þetta staðfesti sambandið í dag. Sambandið mun fjölga leikjum í Þjóðadeildinni.

UEFA var með þau áform um að fjölga liðum í 32 fyrir EM 2028 en í október á síðasta ári bárust fréttir af því að sambandið ætlaði sér að hætta við þau plön.

Það hefur nú verið staðfest og verður því Evrópumótið áfram með 24 liðum.

Hins vegar hefur verið ákveðið að bæta við leikjum í Þjóðadeildinni en umspilsleikir verða spilaðir í mars.

Sigurvegarar og þau lið sem hafna í öðru sæti í A-deild mætast í 8-liða úrslitum en liðin spila í tveggja leikja rimmu, á heima- og útivelli.

Þá verður einnig umspil hjá liðunum sem hafna í 3. sæti í A-deild og í öðru sæti í B-deild. Því fá þau lið sem hafna í 3. sæti möguleika á að halda sæti sínu í efstu deild.

Tólf liða riðlar í undankeppnum

Það var samþykkt sú tillaga að breyta undankeppnum fyrir EM og HM. Þjóðunum hefur verið skipt í tíu riðla þar sem 5-6 leika í hverjum riðli.

Fyrirkomulaginu hefur nú verið breytt en riðlunum verður fjölgað í tólf riðla og verða því 4-5 lið í hverjum riðli. Þetta er gert til að skapa meiri dýnamík og gera keppnina óútreiknanlegri. Þessar breytingar taka gildi eftir EM á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner