Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. janúar 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
Jon Rahm: Ósanngjarnt að Bale sé svona góður bæði í fótbolta og í golfi
Gareth Bale og Jon Rahm.
Gareth Bale og Jon Rahm.
Mynd: Instagram
Spænski kylfingurinn Jon Rahm, sigurvegari opna bandaríska, er í þriðja sæti heimslistans í golfi en hann spilaði í gær níu holur með Gareth Bale.

Bale er fyrrum leikmaður Real Madrid, Tottenham og velska landsliðsins. Hann lagði fótboltaskóna á hilluna á dögunum.

Bale mun nú klæðast golfskónum enn meira en hann verður meðal keppenda á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu sem fram fer í Kaliforníu í næsta mánuði.

Bale, sem er 33 ára, æfir fyrir mótið og spilaði með Rahm í gær.

„Ég sagði við Gareth að hann það væri ósanngjarnt að hann væri bæði svona góður í fótbolta og golfi," sagð Rahm við Marca.

„Það er ótrúlegt að hann tileinki sér fótbolta en sé samt svona góður í golfi. Hann elskar golf og í framtíðinni mun ég vonandi sjá hann oftar í atvinnumannakeppnum."

156 áhugamenn keppa á Pebble Beach mótinu og sami fjöldi atvinnumanna. Meðal frægra einstaklinga utan golfheimsins sem taka þátt eru leikarinn Bill Murray og leikstjórnandinn Aaron Rodgers sem spilar fyrir Green Bay Packers í NFL-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner