banner
   þri 25. febrúar 2020 11:38
Magnús Már Einarsson
Kroos var nánast mættur til Manchester United árið 2014
Liverpool reyndi líka
Kroos hefur leikið með Real Madrid síðan árið 2014.
Kroos hefur leikið með Real Madrid síðan árið 2014.
Mynd: Getty Images
Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, segist nánast hafa verið búinn að ganga frá samningi við Manchester United árið 2014 áður en David Moyes var rekinn.

Louis van Gaal tók við United eftir að hann hafði stýrt Hollendingum á HM um sumarið. Í millitíðinni hafði Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, náð að kaupa Kroos til félagsins frá Bayern Munchen.

„David Moyes kom og hitti mig og samningurinn var nánast klár. Síðan var Moyes rekinn og Louis van Gaal tók við sem flækti málin," sagði Kroos í viðtali við The Athletic.

„Louis vildi tíma til að byggja upp sitt verkefni. Ég heyrði ekkert frá United í svolítinn tíma og fór að hafa efasemdir. Síðan byrjaði HM og Carlo Ancelotti hringdi. Þannig var þetta."

Liverpool ræddi einnig við Kroos sama sumar og Steven Gerrard og Luis Suarez buðust til að segja honum meira frá félagiun. „Þeir voru ekki í beinu sambandi en þeir buðust til að segja mér meira frá félaginu og svoleiðis. Það fyndna var að Suarez var hvort sem er að fara sjálfur til Barcelona," sagði Kroos.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner