
Arsenal og Manchester United unnu leiki sína auðveldlega í ensku Ofurdeildinni í dag. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham sem tapaði gegn Rauðu djöflunum.
Staðan var markalaus í leikhlé fyrir framan tugi þúsundi áhorfenda á Old Trafford. West Ham átti flottan fyrri hálfleik og var Dagný öflug á miðjunni.
Man Utd tók völdin á vellinum í síðari hálfleik og nýtti færin sín vel. Katie Zelem skoraði úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks áður en Lucia Garcia og Hayley Ladd gerðu út um viðureignina. Lokatölur urðu 4-0 eftir tvennu frá Garcia sem kom inn af bekknum á 55. mínútu.
Arsenal vann Tottenham með sama markamun en sú viðureign var nokkuð jöfn fyrstu klukkustundina áður en Arsenal skipti um gír. Lokatölur urðu 1-5 þar sem Caitlin Foord var atkvæðamest í liði Arsenal með tvennu.
Man Utd er á toppi ensku deildarinnar með 38 stig eftir 16 umferðir, en Chelsea er einu stigi eftirá og með tvo leiki til góða.
Arsenal situr í þriðja sæti, þremur stigum eftir Man Utd og með leik til góða.
Tottenham 1 - 5 Arsenal
0-1 Stina Blackstenius ('5)
0-2 Caitlin Foord ('29)
1-2 Beth England ('39, víti)
1-3 Kim Little ('66, víti)
1-4 Caitlin Foord ('70)
1-5 Leonhardsen-Maanum ('76)
Man Utd 4 - 0 West Ham
1-0 Katie Zelem ('52, víti)
2-0 Lucia Garcia ('65)
3-0 Hayley Ladd ('85)
4-0 Lucia Garcia ('91)