Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. maí 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Petagna: Heiður að spila fyrir Napoli
Andrea Petagna
Andrea Petagna
Mynd: Getty Images
Andrea Petagna, framherji Spal á Ítalíu, er spenntur fyrir sumrinu en hann mun spila með Napoli á næstu leiktíð.

Petagna gekk til liðs við Napoli í janúar en ákvað að vera á láni hjá Spal út þessa leiktíð til að hjálpa þeim að sleppa við fall.

Gennaro Ivan Gattuso er þjálfari liðsins en margir öflugir leikmenn leika með liðinu. Petagna getur ekki beðið eftir að hitta nýju liðsfélagana.

„Tilhugsunin um að klæðast Napoli treyjunni á San Paolo. Ég fæ bara gæsahúð við að hugsa um það," sagði Petagna.

„Það verður heiður að spila með Mertens og Insigne, leikmenn sem ég dáist að. Ég ætla að einbeita mér að Spal núna og halda þeim uppi og svo get ég hugsað um Napoli," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner