PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   mið 25. maí 2022 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Hólmar Örn: Maður kemur á hvern einasta leik hjá Keflavík
Hólmar Örn Rúnarsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að koma á þennan völl, sækja sigur og komast áfram í bikarnum ég lýg því ekki. Við höfðum alveg trú á því að við gætum strítt þeim, sérstaklega í föstum leikatriðum þar sem við erum skeinuhættir og það kom á daginn og við fengum eitt mark úr því.“ Sagði Hólmar Örn Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkur eftir 4-1 sigur Njarðvíkur á Keflavík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Bjarni Jóhannsson tók ekki annað í mál en að Bói eins og Hólmar er jafnan kallaður tæki fjölmiðlavaktina í kvöld enda Bói goðsögn í Keflavík og hafði látið aðeins í sér heyra í aðdraganda leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

Njarðvíkurliðið var öflugt frá fyrstu mínútu leiksins og uppskar mark mjög snemma leiks. Var uppleggið að mæta Keflavíkurliðinu á fullu gasi framarlega á vellinum frá fyrstu mínútu.

„Maður kemur á hvern einasta leik hjá Keflavík á heimavelli sérstaklega og fylgist með. Við vissum alveg hvernig við ætluðum að leggja þennan leik upp og það tókst bara bærilega.“

Eins og frægt er orðið fór Bói í viðtal við Víkurfréttir nú á dögnum og lét Keflavík aðeins heyra það í því viðtali um viðskilnað sinn og annara við liðið eftir tímabilið 2018. Er hann orðinn kvitt við Keflavík?

„Já við erum nú kvitt, þetta var bara banter. Þetta eru allt góðir félagar mínir í stjórn og þetta var smá spunaspil hjá Víkurfréttum og ekkert kalt á milli okkar. Ég fékk góðan endi hjá Keflavík sem leikmaður en þetta setti einhvern tón fyrir þennan leik og við fengum fullt af fólki á völlinn og ég var alveg hrikalega ánægður með mætinguna hjá Njarðvíkingum.“

Sagði Bói en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner