Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mið 25. maí 2022 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Hólmar Örn: Maður kemur á hvern einasta leik hjá Keflavík
Hólmar Örn Rúnarsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að koma á þennan völl, sækja sigur og komast áfram í bikarnum ég lýg því ekki. Við höfðum alveg trú á því að við gætum strítt þeim, sérstaklega í föstum leikatriðum þar sem við erum skeinuhættir og það kom á daginn og við fengum eitt mark úr því.“ Sagði Hólmar Örn Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkur eftir 4-1 sigur Njarðvíkur á Keflavík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Bjarni Jóhannsson tók ekki annað í mál en að Bói eins og Hólmar er jafnan kallaður tæki fjölmiðlavaktina í kvöld enda Bói goðsögn í Keflavík og hafði látið aðeins í sér heyra í aðdraganda leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

Njarðvíkurliðið var öflugt frá fyrstu mínútu leiksins og uppskar mark mjög snemma leiks. Var uppleggið að mæta Keflavíkurliðinu á fullu gasi framarlega á vellinum frá fyrstu mínútu.

„Maður kemur á hvern einasta leik hjá Keflavík á heimavelli sérstaklega og fylgist með. Við vissum alveg hvernig við ætluðum að leggja þennan leik upp og það tókst bara bærilega.“

Eins og frægt er orðið fór Bói í viðtal við Víkurfréttir nú á dögnum og lét Keflavík aðeins heyra það í því viðtali um viðskilnað sinn og annara við liðið eftir tímabilið 2018. Er hann orðinn kvitt við Keflavík?

„Já við erum nú kvitt, þetta var bara banter. Þetta eru allt góðir félagar mínir í stjórn og þetta var smá spunaspil hjá Víkurfréttum og ekkert kalt á milli okkar. Ég fékk góðan endi hjá Keflavík sem leikmaður en þetta setti einhvern tón fyrir þennan leik og við fengum fullt af fólki á völlinn og ég var alveg hrikalega ánægður með mætinguna hjá Njarðvíkingum.“

Sagði Bói en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner