Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   mið 25. maí 2022 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Hólmar Örn: Maður kemur á hvern einasta leik hjá Keflavík
Hólmar Örn Rúnarsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að koma á þennan völl, sækja sigur og komast áfram í bikarnum ég lýg því ekki. Við höfðum alveg trú á því að við gætum strítt þeim, sérstaklega í föstum leikatriðum þar sem við erum skeinuhættir og það kom á daginn og við fengum eitt mark úr því.“ Sagði Hólmar Örn Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkur eftir 4-1 sigur Njarðvíkur á Keflavík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Bjarni Jóhannsson tók ekki annað í mál en að Bói eins og Hólmar er jafnan kallaður tæki fjölmiðlavaktina í kvöld enda Bói goðsögn í Keflavík og hafði látið aðeins í sér heyra í aðdraganda leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  4 Njarðvík

Njarðvíkurliðið var öflugt frá fyrstu mínútu leiksins og uppskar mark mjög snemma leiks. Var uppleggið að mæta Keflavíkurliðinu á fullu gasi framarlega á vellinum frá fyrstu mínútu.

„Maður kemur á hvern einasta leik hjá Keflavík á heimavelli sérstaklega og fylgist með. Við vissum alveg hvernig við ætluðum að leggja þennan leik upp og það tókst bara bærilega.“

Eins og frægt er orðið fór Bói í viðtal við Víkurfréttir nú á dögnum og lét Keflavík aðeins heyra það í því viðtali um viðskilnað sinn og annara við liðið eftir tímabilið 2018. Er hann orðinn kvitt við Keflavík?

„Já við erum nú kvitt, þetta var bara banter. Þetta eru allt góðir félagar mínir í stjórn og þetta var smá spunaspil hjá Víkurfréttum og ekkert kalt á milli okkar. Ég fékk góðan endi hjá Keflavík sem leikmaður en þetta setti einhvern tón fyrir þennan leik og við fengum fullt af fólki á völlinn og ég var alveg hrikalega ánægður með mætinguna hjá Njarðvíkingum.“

Sagði Bói en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner