Matthías Vilhjálmsson átti frábæran leik fyrir Víking þegar liðið sigraði KA á Akureyri í kvöld. Fótbolti.net ræddi við hann að leik loknum.
„Geggjuð frammistaða hjá okkur, byrjum vel og spilum frábæran fótbolta á móti mjög sterku KA liði. Alltaf þegar ég mæti KA eru þeir ólseigir og þaulskipulagðir þannig það var ljúft að ná markinu snemma og vinna verðskuldað," sagði Matthías.
Lestu um leikinn: KA 0 - 4 Víkingur R.
Hann skoraði tvö mörk í leiknum. Honum leið vel framar á vellinum í dag.
„Ég skuldaði mark, ég er búinn að vera spila sexu og stundum frammi. Það er gott að sjá sem gamall maður að þetta búi ennþá í manni og vonandi kemur meira í næstu leikjum," sagði Matthías.
„Ég kann það betur (að spila framar), ég er kominn á þann stað á ferlinum að mér er slétt sama, bara að ég vinni leiki, ég elska það," sagði Matthías.