Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Ekkert tilboð borist frá Man Utd
Mynd: EPA
Manchester United er ekki búið að leggja fram tilboð í slóvenska framherjann Benjamin Sesko sem er á mála hjá Leipzig í Þýskalandi en þetta kemur fram á Sky í Þýskalandi.

Enska félagið hefur tjáð Leipzig vilja sinn um að leggja fram tilboð en ekkert hefur borist til þessa.

Ástæðan er sú að Sesko hefur ekki tekið ákvörðun og mun United líklega ekki leggja fram tilboð fyrr en hún liggur fyrir.

Newcastle lagði fram 70 milljóna punda tilboð á dögunum, en Leipzig hafnaði því þar sem það uppfyllti ekki þau öll skilyrði þýska félagsins sem vill fá hluta af endursöluvirði leikmannsins.

Leipzig er að vonast eftir verðstríði um leikmanninn, en Fabrizio Romano sagði frá klásúlu fyrr í sumar sem leyfir Sesko að fara fyrir 70 milljónir punda og 20 prósent af endursöluvirði. Það á þó aðeins við um sérstaka klúbba og spurning hvort Newcastle sé þar á meðal.

Romano segir styttast í að Sesko greini frá ákvörðun sinni, en samkvæmt slóvenskum miðlum hefur hann samþykkt að ganga í raðir Newcastle á meðan enskir miðlar halda því fram að Sesko vilji heldur fara til Man Utd.
Athugasemdir
banner