Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Dewsbury-Hall á leið til Everton
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Kiernan Dewsbury-Hall er á leið til Everton frá Chelsea fyrir 29 milljónir punda. Fabrizio Romano fullyrðir þetta á X.

Romano sagði frá tilboði Everton í Dewsbury-Hall í dag og að viðræður hafi gengið hratt fyrir sig. Everton greiðir 25 milljónir punda, en endanlegt kaupverð sé í kringum 29 milljónir ef öllum skilyrðum er mætt.

Enski miðjumaðurinn var ekki í stóru hlutverki hjá Chelsea á síðustu leiktíð og kom mest við sögu í Sambandsdeildinni.

Hann lék alla fimmtán leiki Chelsea í keppninni og skoraði fjögur mörk er það varð meistari. Dewsbury-Hall, sem er 26 ára, byrjaði hins vegar aðeins tvo af þrettán deildarleikjum sínum.

Englendingurinn fylgdi Enzo Maresca til félagsins eftir að hafa komið Leicester upp á síðasta ári.
Athugasemdir
banner