Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. júlí 2021 05:55
Victor Pálsson
Ísland í dag - Fimm leikir í Pepsi Max
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er allt að gerast í íslenska boltanum í dag en fimm leikir fara til að mynda fram í Pepsi Max-deild karla.

Leikar hefjast klukkan 17:00 en þá fara fram tveir leikir og er spilað á Akranesi og í Breiðholtinu.

ÍA vann virkilega óvæntan 2-1 sigur á Val í síðustu umferð og mun þurfa á öðrum þremur stigum að halda gegn FH í kvöld enda liðið í harðri fallbaráttu. FH kemur til leiks eftir að hafa tapað 2-0 gegn Rosenborg í Sambandsdeildinni í vikunni.

Á sama tíma fær Leiknir Reykjavík lið KA í heimsókn en liðin sitja í fimmta og sjötta sætum deildarinnar fyrir viðureignina.

Þrír leikir hefjast svo klukkan 19:15 og gæti Víkingur Reykjavík náð toppsætinu ef Valur misstígur sig gegn HK í Kórnum. Víkingar mæta Stjörnunni á heimavelli.

Einnig er leikið í Pepsi Max-deild kvenna en þar eigast við ÍBV og Tindastóll klukkan 14:00.

Hér má sjá dagskrána í dag.

sunnudagur 25. júlí

Pepsi Max-deild karla
17:00 ÍA-FH (Norðurálsvöllurinn)
17:00 Leiknir R.-KA (Domusnovavöllurinn)
19:15 Keflavík-Breiðablik (HS Orku völlurinn)
19:15 HK-Valur (Kórinn)
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)

Pepsi-Max deild kvenna
14:00 ÍBV-Tindastóll (Hásteinsvöllur)

3. deild karla
13:00 Höttur/Huginn-KFS (Vilhjálmsvöllur)
16:00 Víðir-Dalvík/Reynir (Nesfisk-völlurinn)
16:00 Sindri-Augnablik (Sindravellir)

4. deild karla - C-riðill
14:00 Hörður Í.-Ýmir (Skeiðisvöllur)
14:00 KM-Mídas (KR-völlur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner