Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
   fös 25. september 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
13 heilir leikmenn hjá Man City - Fær sonur Rory Delap fleiri sénsa?
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að einungis 13 leikmenn í aðalliði sínu séu heilir heilsu fyrir leikinn gegn Leicester á sunnudag.

„Staðan er þannig að við erum bara með 13 leikmenn heila í aðalliðinu," sagði Guardiola eftir 2-1 sigur á Bournemouth í enska deildabikarnum í gær.

„Við þurfum á leikmönnum úr akademíunni að halda, ekki bara á æfingar heldur líka í leikjum."

Liam Delap, 17 ára framherji, fékk tækifærið gegn Bournemouth í gær og skoraði.

Liam er sonur Rory Delap sem vakti athygli fyrir löng innköst sín með Stoke í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner