Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. september 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósar liðsfélögunum - „Þá reyni ég að selja þá alla til AC Milan"
Kári hleypur inn á eftir leikinn í dag.
Kári hleypur inn á eftir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason er búinn að spila sinn síðasta deildarleik á ferlinum. Hann sat í dag upp í stúku - þar sem hann var í leikbanni - þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

Kári mun eftir tímabilið taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi og mun hann halda áfram að reyna að styrkja félagið.

Í viðtali eftir 2-0 sigur á Leikni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í dag hrósaði hann liðsfélögum sínum mjög mikið.

„Ég ætlaði bara að koma heim og reyna að láta gott af mér leiða. Svo bara sé ég hvað Arnar er magnaður þjálfari og hvað þessir strákar eru magnaðir leikmenn. Þó við séum ekki margir og budget-ið ekki það hæsta þá er þetta bara magnaðir strákar og gaman að hafa fengið að kynnast þeim, spila við hliðina á þeim og reynt að hjálpa þeim að verða betri fótboltamenn," sagði Kári.

„Í þeirri stöðu sem ég er í á næsta ári þá reyni ég að selja þá alla til AC Milan. Það verður fyrsta símtal," sagði Kári léttur og augljóst er að hann hefur mikla trú á liðsfélögum sínum.
Kári Árna: Það stærsta á mínum ferli
Athugasemdir
banner
banner
banner