Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 25. september 2022 13:50
Ívan Guðjón Baldursson
Kane: Engin ástæða til að fyllast örvæntingu
Mynd: Getty Images

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, er spenntur fyrir HM sem fer fram í Katar í vetur.


Englandi hefur ekki gengið vel að undanförnu og er fallið niður um deild í Þjóðadeildinni, eftir tvo tapleiki gegn Ungverjum meðal annars.

Landsliðið hefur fengið mikla gagnrýni á Englandi þar sem fólkið í landinu vill sjá jákvæð úrslit og þá sérstaklega þegar svona stutt er í stærsta mót fótboltaheimsins, HM.

„Við vitum að við þurfum að gera betur en það er engin ástæða til að fyllast örvæntingu. Við skiljum pirring stuðningsmanna þar sem við erum sjálfir stuðningsmenn enska landsliðsins hvort sem við erum inni á vellinum eða ekki," sagði Kane.

„Þegar allt kemur til alls þá held ég að fólk muni gleyma þessu sumri ef við eigum gott heimsmeistaramót. 

„Við vitum að stuðningsmennirnir munu mæta á mánudaginn og styðja okkur gegn Þýskalandi á Wembley. Fólk er spennt fyrir HM sama hvað gerist í Þjóðadeildinni. Vonandi getum við endurlaunað þeim stuðninginn með jákvæðum úrslitum."

England er í riðli með nágrönnum sínum frá Wales, frændum sínum frá Bandaríkjunum og Íran.


Athugasemdir
banner
banner
banner