Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mán 25. september 2023 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Marca: Real Madrid velur Xabi Alonso sem arftaka
Mynd: Getty Images

Spænska götublaðið Marca greinir frá því að Real Madrid sé búið að velja arftaka fyrir Carlo Ancelotti þegar samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.


Ancelotti mun taka við brasilíska landsliðinu og ætlar Real Madrid að ráða miðjumanninn fyrrverandi Xabi Alonso í staðinn.

Alonso hefur verið að gera frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Bayer Leverkusen og er búinn að vekja verðskuldaða athygli á sér.

Hann gerði flotta hluti með varalið Real Sociedad áður en hann var ráðinn til Leverkusen í október 2022. 

Alonso þekkir vel til innan herbúða Real Madrid eftir að hafa spilað þar í fimm ár sem leikmaður frá 2009 til 2014, en hann lék einnig fyrir Real Sociedad, Liverpool, FC Bayern og spænska landsliðið á frábærum ferli.

Til gamans má geta að Xabi Alonso spilaði undir stjórn Carlo Ancelotti hjá Real Madrid og FC Bayern á lokametrum ferilsins.

Alonso er samningsbundinn Leverkusen til 2026.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner