Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mán 25. september 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telma nýtti tækifærið vel - „Mat það bara svo að hún væri klár í þetta"
Eftir leikinn gegn Wales.
Eftir leikinn gegn Wales.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Telma Ívarsdóttir var mjög góð í sínum fyrsta keppnisleik með íslenska landsliðinu gegn Wales á föstudagskvöld. Telma hefur lengi verið hluti af hópnum en þetta var hennar fyrsti keppnisleikur.

Telma, sem er á mála hjá Breiðabliki, fékk tækifæri til að byrja í markinu og nýtti sér það vel. Hún var örugg í sínum aðgerðum og stóð sig með prýði.

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var spurð út í Telmu eftir leikinn og hrósaði markverðinum.

„Hún var geggjuð. Það heyrist í henni allan tímann og hún var örugg í sínum aðgerðum," sagði Glódís og hélt áfram: „Það var ótrúlega gaman fyrir hana að hafa spilað vel í dag, að hafa labbað inn í þetta hlutverk, tekið það og eignað sér það."

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, þekkir Telmu vel eftir að hafa þjálfað hana bæði í landsliðinu og í Breiðabliki. Hann var virkilega ánægður með hana í leiknum gegn Wales.

„Við erum með fína möguleika í stöðunni, en ég mat það bara svo að hún væri klár í þetta. Ég var mjög ánægður með hana, hún var örugg í því sem hún var að gera og hún gerði það vel. Hún greip inn í fyrirgjafir og varði þessi tvö skot sem komu á markið."

Það er líklegt að Telma verði áfram í markinu þegar Ísland mætir Þýskalandi í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem var tekið við Telmu fyrir æfingu í Düsseldorf í dag.
Glódís eftir sögulegan sigur: Já okei, ég vissi það ekki
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Athugasemdir
banner
banner
banner