Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. janúar 2021 09:20
Elvar Geir Magnússon
Dzeko gæti farið til Englands - PSG býður Arsenal að fá Draxler
Powerade
Ungstirnið Gabriel Veron er orðað við Manchester United.
Ungstirnið Gabriel Veron er orðað við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Julian Draxler.
Julian Draxler.
Mynd: Getty Images
Kaide Gordon til Liverpool?
Kaide Gordon til Liverpool?
Mynd: Getty Images
Benítez aftur til Englands?
Benítez aftur til Englands?
Mynd: Getty Images
Dzeko, Lingard, Alli, Draxler, Mustafi, Veron, Gray og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Edin Dzeko er á leið frá Roma (34) en bosníski sóknarmaðurinn lenti upp á kant við stjóra liðsins, Paulo Fonseca. (Goal)

Mögulegt er að Dzeko, sem er fyrrum sóknarmaður Manchester City, snúi aftur í ensku úrvalsdeildina en Everton og West Ham hafa áhuga. (Gazzetta Dello Sport via Mail)

David Moyes, stjóri West Ham, vill líka fá Jesse Lingard (28) á lánssamningi frá Manchester United. (Evening Standard)

Hamrarnir hafa rætt við Manchester United um samning en eru þegar með hámarksfjölda leikmanna á láni samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar. (Sky Sports)

Aston Villa og Sheffield United hafa einnig sýnt Lingard áhuga. (Express)

Manchester United virðist vera að vinna kapphlaup við Manchester City, Barcelona og Juventus um brasilíska sóknarmanninn Gabriel Veron (18) sem er hjá Palmeiras. (Sport)

Mauricio Pochettino, stjóri Paris St-Germain, vill vinna með Dele Alli (24) aftur. Þremur tilboðum frá Frakklandsmeisturunum í miðjumanninn hefur verið hafnað. (Athletic)

PSG ætlar að bjóða Arsenal þýska miðjumanninn Julian Draxler (27) í skiptum fyrir franska miðjumanninn Matteo Guendouzi (21) sem er á láni hjá Hertha Berlín. (L'Equipe)

Ítalska A-deildarliðið Udinese er í viðræðum við Wolves um að fá sóknarmanninn Patrick Cutrone (23) lánaðan. Cutrone hefur farið aftar í goggunarröðina á Molineux síðan Willian Jose (29) kom frá Real Sociedad. (Express & Star)

Parma hefur einnig áhuga á Cutrone sem var nýlega á láni hjá Fiorentina. (Corriere dello Sport)

Charlie Austin (31), fyrrum sóknarmaður Southampton, segir að Manchester United hafi ákveðið að kaupa sænska varnarmanninn Victor Lindelöf (26) frekar en Virgil van Dijk 2017, þegar hollenski varnarmaðurinn var enn hjá Southampton. (Talksport)

Liverpool er að ganga frá kaupum á sóknarmiðjumanninum Kaide Gordon (16) frá Derby County á 1 milljón punda. Þessi U16 landsliðsmaður Englands hefur einnig verið orðaður við Manchester United og Tottenham. (Liverpool Echo)

Shkodran Mustafi (28) er í viðræðum við Arsenal um að rifta samningi. Þýski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Lazio á Ítalíu og þá hafa félög í heimalandi hans einnig áhuga (Football.London)

Mónakó og Benfica hafa blandað sér í baráttuna um Demarai Gray (24), leikmann Leicester. Samningur Gray rennur út í sumar en hann er einnig á óskalista Crystal Palace. (Guardian)

Crystal Palace fær samkeppni frá ítalska félaginu Napoli um franska varnarmanninn Jordan Amavi (26) hjá Marseille. Amavi var áður hjá Aston Villa. (L'Equipe)

Stóri Sam Allardyce, stjóri West Brom, hefur áhuga á að fá belgíska sóknarmanninn Christian Benteke (30) frá Crystal Palace. (Standard)

Norski miðjumaðurinn Stefan Johansen (30) hjá Fulham hefur gengið undir læknisskoðun hjá Queens Park Rangers en hann er á leið á láni til Championship-félagsins. (West London Sport)

Andrea Pirlo vill kaupa franska miðjumanninn Corentin Tolisso (26) og hollenska sóknarmanninn Joshua Zirkzee (19) frá Bayern München. (Calciomercato)

Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool og Newcastle, vill taka við stórliði í Evrópu og hefur áhuga á að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Hann yfirgaf kínverska félagið Dalian Professional á dögunum. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner