Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 26. janúar 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Úrslitaleikur Fótbolta.net mótsins á morgun: Stjarnan - Breiðablik
Stjarnan og Breiðablik mætast í úrslitaleiknum klukkan 19:00 annað kvöld.
Stjarnan og Breiðablik mætast í úrslitaleiknum klukkan 19:00 annað kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld, fimmtudagskvöld klukkan 19, fer fram úrslitaleikur Fótbolta.net mótsins 2022 en þá eigast við Stjarnan og Breiðablik á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Ekki er búið að aflétta áhorfendabanni en leikurinn verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net og þá verður hægt að kaupa útsendingu frá leiknum sem er í gegnum Spiideo kerfi Stjörnunnar.

Pétur Guðmundsson mun dæma úrslitaleikinn og þeir Þórður Arnar Árnason og Birkir Sigurðarson verða aðstoðardómarar.

Stjarnan hafði unnið ÍA 6-0 og ÍBV 4-2 í mótinu og mun mæta Breiðabliki, sem fór með fullt hús úr hinum riðlinum, í úrslitaleik. Breiðablik vann Keflavík 5-2, Leikni 3-1 og HK 2-0.

Breiðablik er ríkjandi meistari í Fótbolta.net mótinu og hefur unnið mótið oftast allra eða fimm sinnum. Stjarnan hefur tvívegis unnið mótið, síðast 2018.

Á morgun verður einnig leikurinn um þriðja sætið. Leiknir og ÍA mætast á gervigrasvelli Leiknismanna í Breiðholti en sá leikur hefst klukkan 18:30.

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi:
2011: Keflavík
2012: Breiðablik
2013: Breiðablik
2014: Stjarnan
2015: Breiðablik
2016: ÍBV
2017: FH
2018: Stjarnan
2019: Breiðablik
2020: ÍA
2021: Breiðablik


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner