Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. janúar 2023 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta: Skrítið að berjast við Guardiola um titilinn
Unnu saman hjá City.
Unnu saman hjá City.
Mynd: Getty Images
„Þetta er skrítin tilfinning," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, þegar hann var spurður út í þá staðreynd að lið hans er að berjast við Manchester City á toppi úrvalsdeildarinnar. Arteta var aðstoðarmaður Pep Guardiola, stjóra City, áður en hann tók við starfinu hjá Arsenal.

Fimm stig skilja liðin að og eiga þau eftir að mætast þrisvar sinnum á næstu mánuðum. Fyrsti leikurinn er í enska bikarnum annað kvöld.

„Ég vil allt það besta fyrir Guardiola, í alvörunni. Þessi barátta mun ekki breyta neinum vinasambödnum, þau augnablik sem við eigum, hversu mikilvægur hann er í mínu lífi, hversu mikilvægur hann er í minni atvinnugrein. Við erum báðir tilbúnir að vinna og verja okkar félag á hvaða hátt sem er."

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá væri ég til í að vera berjast við einhvern annan,"
sagði Arteta.

Ef Arsenal vinnur úrvalsdeildina verður það í fyrsta sinn síðan 2004. Þegar Arteta var hjá City vann hann úrvalsdeildina í tvígang, enska bikarinn einu sinni og deildabikarinn tvisvar.
Athugasemdir
banner
banner
banner