Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   fim 26. janúar 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Kane mun vinna ensku úrvalsdeildina ef hann fer til Man Utd"
Harry Kane
Harry Kane
Mynd: Getty Images
Louis Saha, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Harry Kane eigi eftir að vinna ensku úrvalsdeildina ef hann gengur til liðs við félagið í sumar.

Samningur Kane hjá Tottenham rennur út á næsta ári en enskir miðalr segja að Manchester United ætli sér að reyna við hann í sumar.

Kane hefur verið á mála hjá Tottenham alla sína tíð og er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi ásamt Jimmy Greaves.

Stærstu félög heims fylgjast nú grannt með stöðu hans hjá Tottenham en hann hefur ekki enn framlengt samning sinn og gæti félagið neyðst til að selja hann í sumar.

„Ef Harry Kane fer til Manchester United get ég tryggt það að hann verði enskur meistari. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira því hann þekkir ensku úrvalsdeildina og hefur skorað svo mörg mörk fyrir Tottenham og enska landsliðið.“

„Það væri síðasta púslið í lið Man Utd miðað liðið í dag og hvernig það nálgast leikinn. Það að hafa framherja sem skorar 25 mörk væri síðasta púslið. Það þarf einhvern sem getur tekið þetta stóra verkefni á sig og það er að skora þessi 25-30 mörk,“
sagði Saha við Betfred.
Athugasemdir
banner
banner