Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 26. febrúar 2020 14:36
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Skagafréttir 
Mikill taprekstur hjá ÍA - Róðurinn þungur
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Magnús Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, hefur skrifað pistil þar sem sagt er frá þungum rekstri félagsins. Félagið skilaði tæplega 62 milljóna króna taprekstri á árinu 2019.

Magnús segir að fyrirtæki sem hafa stutt við félagið hafa lækkað styrki sína og/eða hætt að styrkja. Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði einnig umtalsvert.

„Stjórn Knattspyrnufélags ÍA og framkvæmdastjóri í samvinnu við þjálfara og aðra starfsmenn hafa nú þegar farið í sérstakar aðgerðir við að greina vandann, draga úr kostnaði og auka tekjur," segir Magnús í pistli sínum.

„Ég finn fyrir miklum krafti og jákvæðu hugarfari í kringum félagið. Við erum öll stoltir Skagamenn og við ætlum að standa saman að því að koma félaginu okkar í fremstu röð."

Hér má lesa pistilinn hjá Skagafréttum og sjá sundurliðanir á rekstrarári ÍA.

ÍA var nýliði í Pepsi Max-deild karla í fyrra en hafnaði í tíunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner