Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. febrúar 2020 23:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu fyrir hvað Ramos fékk rautt - „Þetta er aldrei brot"
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos fékk að líta sitt 26. rauða spjald á ferlinum er hann fékk rauða spjaldið í 2-1 tapi gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Gabriel Jesus, sóknarmaður Manchester City, var að sleppa í gegn og féll hann til jarðar með Ramos á hælunum á sér. Daniele Orsato, dómari leiksins, flautaði í flautu sína og sendi Ramos af velli. Ramos jafnaði þar með metið yfir flest rauð spjöld í Meistaradeildinni, eða fjögur talsins.

Smelltu hér til að sjá atvikið.

Fyrrum varnarmaðurinn Reynir Leósson var ekki á þeim buxunum að þetta væri rautt spjald eða brot þegar farið var yfir atvikið í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport. „Af hverju tekur VAR þetta ekki? Þetta er aldrei brot, aldrei nokkurn tímann," sagði Reynir.

„Ætlið þið að segja að þetta sé brot? Gleymdu þessu," sagði Reynir og þá sagðist Hjörvar Hafliðason vera sammála.

„Þetta er mjög lítið," sagði Hjörvar.
Athugasemdir
banner
banner