fös 26. febrúar 2021 12:21
Magnús Már Einarsson
Evrópudeildin: Manchester United mætir AC Milan
Zlatan vann Evrópudeildina með Manchester United árið 2017.  Hann mætir liðinu í 16-liða úrslitum í ár.
Zlatan vann Evrópudeildina með Manchester United árið 2017. Hann mætir liðinu í 16-liða úrslitum í ár.
Mynd: Getty Images
Manchester United mætir AC Milan í stórleik í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en dregið var rétt í þessu.

Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan, mun þar mæta gömlu félögunum í Manchester United en hann vann Evrópudeildina með liðinu árið 2017.

Arsenal mætir gríska liðinu Olympiakos en markverðirnir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson eru á mála hjá þessum liðum. Tottenham mætir Dinamo Zagreb frá Króatíu.

Norska liðið Molde, sem sló Hoffenheim út í gær, mætir Granada frá Spáni. Björn Bergmann Sigurðarson er á mála hjá Molde.

16-liða úrslit
Ajax - Young Boys
Dynamo Kiev - Villarreal
Roma - Shakhtar Donetsk
Olympiakos - Arsenal
Manchester United - AC Milan
Dinamo Zagreb - Tottenham
Molde - Granada
Slavia Prag- Rangers

16-liða úrslitin verða leikin 11. og 18. mars. 8-liða úrslitin verða spiluð 8. og 15. apríl. Undanúrslitin verða spiluð 29. apríl og 6. maí.

Úrslitaleikurinn fer fram í Gdansk í Póllandi þann 26. maí.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner