
Ísland lék sér að Liectenstein í Vaduz í dag, 7-0 enduðu leikar þar sem Aron Einar Gunnarsson hirti fyrsagnirnar með þrennu.
Lestu um leikinn: Liechtenstein 0 - 7 Ísland
Rúnar Alex Rúnarsson 7
Reyndi lítið sem ekkert á hann.
Guðlaugur Victor Pálsson 7
Átti fínan leik og tók við fyrirliðabandinu þegar Aron fór af velli.
Aron Einar Gunnarsson 10 - Maður leiksins
Fyrirliðinn skilaði frábærri stoðsendingu og þrennu úr miðverðinum!
Hörður Björgvin Magnússon 7
Lék í miðverðinum við hlið Arons og átti ekki í neinum vandræðum með Liechtensteina.
Davíð Kristján Ólafsson 7,5
Braut ísinn og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark.
Stefán Teitur Þórðarson 7
Kom inn á miðsvæðið og stóð fyrir sínu.
Jóhann Berg Guðmundsson 7
Lék fyrri hálfleikinn og var nálægt því að skora.
Hákon Arnar Haraldsson 8
Sýndi gæði sín og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, af mörgum vonandi! Var ógnandi og óheppinn að skora ekki fleiri mörk. Krækti í víti.
Jón Dagur Þorsteinsson 8,5
Stoðsendingaþrenna.
Arnór Sigurðsson 7
Gerði verulega vel í markinu sem dæmt var af Hákoni fyrir litlar sakir.
Alfreð Finnbogason 7,5
Var að tengja vel við mennina í kringum sig og átti stoðsendingu.
Varamenn:
Alfons Sampsted 6
Mikael Anderson 6
Mikael Egill Ellertsson 7
Andri Lucas Guðjohnsen 7
Athugasemdir