Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 26. apríl 2025 16:19
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Cardiff fallið - Plymouth þarf kraftaverk
Guðlaugur Victor hefur spilað vel undanfarna mánuði en mun líklega falla niður um deild
Guðlaugur Victor hefur spilað vel undanfarna mánuði en mun líklega falla niður um deild
Mynd: Plymouth
Aaron Ramsey tókst ekki að bjarga Cardiff frá falli
Aaron Ramsey tókst ekki að bjarga Cardiff frá falli
Mynd: Cardiff/Twitter
Cardiff City mun leika í ensku C-deildinni á næsta tímabili en þetta varð ljóst eftir úrslit dagsins. Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth þurfa á stórkostlegu kraftaverki að halda til þess að halda sæti sínu.

Guðlaugur Victor spilaði frábæran leik í 2-1 sigri Plymouth á Stefáni Teit Þórðarsyni og hans mönnum í Preston, en báðir voru í byrjunarliðinu í sannkölluðum fallbaráttuslag.

Varnarmaðurinn var einn af bestu mönnum Plymouth, en þrátt fyrir frábæran lokasprett hjá liðinu í deildinni er útlit fyrir að liðið falli í ár.

Plymouth er í næst neðsta sæti með 46 stig, þremur stigum frá öruggu sæti og með talsvert slakari markatölu en liðin fyrir ofan.

Liðið er með -36 en Luton, sem er í næsta örugga sæti er með -22 og þremur stigum meira. Plymouth þarf því að vinna öflugt lið Leeds, treysta á að Luton verði niðurlægt á útivelli gegn WBA og að Hull tapi stigum.

Preston er á meðan í öruggu sæti með 49 stig og þokkalega markatölu. Liðið þarf því ekki að hafa neinar sérstakar áhyggjur af því að falla.

Cardiff er fyrsta liðið til að falla á þessu tímabili eftir markalaust jafntefli liðsins gegn WBA. Cardiff er á botninum með 44 stig.

Blackburn 2 - 1 Watford
0-1 Matthew Pollock ('48 )
1-1 Todd Cantwell ('59 )
2-1 Tyrhys Dolan ('74 )

Cardiff City 0 - 0 West Brom

Hull City 0 - 1 Derby County
0-1 Nathaniel Phillips ('84 )

Middlesbrough 0 - 0 Norwich

Millwall 1 - 0 Swansea
1-0 George Saville ('38 )

Oxford United 2 - 0 Sunderland
1-0 Ben Nelson ('29 )
2-0 Michal Helik ('48 )

Preston NE 1 - 2 Plymouth
0-1 Mustapha Bundu ('14 )
0-2 Callum Wright ('75 )
1-2 Emil Riis Jakobsen ('90 )

Sheffield Wed 1 - 1 Portsmouth
1-0 Callum Paterson ('9 )
1-1 Harvey Blair ('23 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 22 14 6 2 53 23 +30 48
2 Middlesbrough 22 12 6 4 33 24 +9 42
3 Ipswich Town 22 10 7 5 38 23 +15 37
4 Hull City 22 11 4 7 37 35 +2 37
5 Preston NE 22 9 9 4 30 23 +7 36
6 Millwall 22 10 5 7 25 31 -6 35
7 QPR 22 10 4 8 32 34 -2 34
8 Stoke City 22 10 3 9 28 21 +7 33
9 Bristol City 22 9 6 7 30 24 +6 33
10 Watford 22 8 8 6 31 28 +3 32
11 Southampton 22 8 7 7 36 31 +5 31
12 Derby County 22 8 7 7 31 30 +1 31
13 Leicester 22 8 7 7 31 31 0 31
14 Birmingham 22 8 5 9 30 29 +1 29
15 Wrexham 22 6 10 6 27 27 0 28
16 West Brom 22 8 4 10 25 29 -4 28
17 Charlton Athletic 21 7 6 8 21 26 -5 27
18 Sheffield Utd 22 8 2 12 28 31 -3 26
19 Swansea 22 7 5 10 24 30 -6 26
20 Blackburn 21 7 4 10 22 26 -4 25
21 Portsmouth 21 5 6 10 18 28 -10 21
22 Oxford United 22 4 7 11 22 31 -9 19
23 Norwich 22 4 6 12 25 35 -10 18
24 Sheff Wed 21 1 6 14 16 43 -27 -9
Athugasemdir
banner
banner
banner