
Það verður enginn fögnuður í Amsterdam borg fyrir kvennalið Ajax sem varð hollenskur meistari í ár. Það kemur til vegna vonbrigðartímabils hjá karlaliðinu.
Liðið mun í besta falli enda í 2. sæti í deildinni, liðið tapaði í úrslitum bikarsins og féll úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og að lokum féll liðið úr leik í fyrstu umferð útsláttakeppninnar í Evrópudeildinni.
Femke Halsema borgarstjóri Amsterdam bauð kvennaliðinu að mæta á Leidseplein torg í borginni og standa upp á svölum fyrir framan stuðningsmenn liðsins.
Félaginu þótti það ekki álítlegt þar sem óttast er um óeirðir vegna gengis karlaliðsins á tímabilinu.
Athugasemdir