Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. maí 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þetta eru liðin sem Blikar geta mætt - Í annarri stöðu en Víkingur
Blikar taka þátt í for-forkeppni Meistaradeildarinnar.
Blikar taka þátt í for-forkeppni Meistaradeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég held að þetta verði erfiðara en í fyrra
Ég held að þetta verði erfiðara en í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær varð ljóst hvaða þrjú lið verða með Breiðabliki í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin í for-forkeppni (preliminary round) Meistaradeildarinnar. Vegna lélegs árangurs íslenskra liða í Evrópukeppnum taka Íslandsmeistararnir annað árið í röð þátt í þessari for-forkeppni, en það verður ekki raunin á næsta ári.

Íslandsmeistararnir verða ásamt meisturunum frá Andorra, San Marínó og Svartfjallalandi í pottinum þegar dregið verður 13. júní. Tvö undanúrslitaeinvígi fara fram og svo úrslitaleikur um hvaða lið af þessum fjórum fer í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. Liðin sem detta út fara í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Breiðablik er 'seeded' ásamt Budocnost frá Svartfjallalandi og geta þau ekki mæst í undanúrslitunum. Breiðablik mun því mæta Tre Penne frá San Marinó eða Atlètic Club d'Escaldes frá Andorra (ekki sama lið og Víkingur mætti í fyrra) í undanúrslitunum. Í fyrra var Víkingur ekki 'seeded' og mætti sterkasta andstæðingnum miðað við fjölda stiga í Evrópu í undanúrslitunum. Víkingar unnu Levadia Tallinn í undanúrslitunum og meisturunum frá Andorra í úrslitum.

Budocnost er sama lið og Breiðablik sló út (2-0 sigur í Kópavogi og 2-1 tap í Svartfjallalandi) í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Einhver læti voru eftir fyrri leikinn og Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, sagði að þáverandi þjálfari Budocnost hefði hagað sér eins og apaköttur. Budocnost skipti um þjálfara mánuði eftir tapið gegn Blikum. Tvö efstu liðin í Svartfjallalandi enduðu með jafnmörg stig en leikin er fjórföld umferð þar í landi og var Budocnost með betri innbyrðisárangur gegn Sutjeska í titilbaráttunni.

Allir leikirnir í for-forkeppninni fara fram á Íslandi. Undanúrslitin fara fram 27. júní og úrslitin fara fram 30. júní.

Áður en að þeir leikir fara allir fram verður búið að draga í 1. (20. júní) og 2. umferð (21. júní) forkeppninnar. Tyrknesku meistararnir (líklega Galatasaray) verða líklega sterkasta liðið sem hefur keppni strax í 1. umferð forkeppninnar.

Damir Muminovic um að mæta mögulega Budocnost í úrslitum
„Ég hlakka mikið til, get ekki beðið eftir að fá þá aftur hingað - mína menn. Ég man ekki eftir því sem ég sagði, það var nú ekkert eitthvað svakalegt. Þetta er bara gott lið, við töpuðum á móti þeim úti í fyrra. Ég held að þetta verði erfiðara en í fyrra," sagði Damir.

Sjá einnig:
Damir um lætin á Kópavogsvelli: Sagði þeim bara að setjast niður
Virkilega skrítið að mæta Ella - „Hann þarf ekki að sanna sig neitt"
Athugasemdir
banner
banner
banner