Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   sun 26. september 2021 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Lazio vann slaginn um Róm
Felipe Anderson var öflugur í slagnum um Róm
Felipe Anderson var öflugur í slagnum um Róm
Mynd: EPA
Dusan Vlahovic er kominn með fjögur mörk í Seríu A
Dusan Vlahovic er kominn með fjögur mörk í Seríu A
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Felipe Anderson skoraði og lagði upp er Lazio vann Roma, 3-2, í nágrannaslag í Seríu A á Ítalíu í dag. Þetta var annað tap Roma undir stjórn Jose Mourinho.

Lazio komst yfir á 10. mínútu leiksins. Anderson teiknaði fullkomna sendingu á kollinn á Sergej Milinkovic-Savic, sem stangaði boltann yfir Rui Patricio í markinu.

Pedro Rodriguez tvöfaldaði forystuna gegn sínum gömlu félögum aðeins níu mínútum síðar. Roma-menn vildu fá vítaspyrnu í sókninni á undan en fengu ekki. Leikmenn Lazio keyrðu fram, boltinn til Ciro Immobile á vinstri vængnum sem átti glæsilega sendingu inn fyrir á Pedro og kláraði hann með góðu skoti í hægra hornið.

Roger Ibanez minnkaði muninn fyrir Roma á 41. mínútu. Það var hornspyrna beint af æfingasvæðinnu. Jordan Veretout tók hana á hausinn á Ibanez sem skallaði í fjærhornið. Felipe Anderson bætti við þriðja marki Lazio á 63. mínútu.

Luis Alberto átti konfektsendingu á Immobile, sem keyrði inn í teig og reyndi að finna færi gegn Patricio sem kom út á móti. Ítalski framherjinn lagði boltann fyrir Anderson sem kom á ferðinni og skoraði. Veretout minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu sex mínútum síðar.

Fleiri urðu mörkin ekki og Lazio fagnar sigri í nágrannaslagnum en liðið er með 11 stig í sjötta sæti á meðan Roma er í fjórða sæti með 12 stig.

Dusan Vlahovic var þá hetja Fiorentina gegn Udinese. Eina markið kom úr vítaspyrnu á 16. mínútu. Fjórða mark hans í deildinni á tímabilinu.

Sassuolo vann þá nýliða Salernitana 1-0 á meðan Empoli hafði betur gegn Bologna í markaleik, 4-2.

Úrslit og markaskorarar:

Lazio 3 - 2 Roma
1-0 Sergej Milinkovic-Savic ('10 )
2-0 Pedro ('19 )
2-1 Roger Ibanez ('41 )
3-1 Felipe Anderson ('63 )
3-2 Jordan Veretout ('69 , víti)

Empoli 4 - 2 Bologna
0-1 Kevin Bonifazi ('1 , sjálfsmark)
0-2 Musa Barrow ('11 )
0-2 Marko Arnautovic ('20 , Misnotað víti)
1-2 Andrea Pinamonti ('31 )
2-2 Nedim Bajrami ('54 , víti)
2-3 Marko Arnautovic ('76 )
3-3 Samuele Ricci ('90 )

Sassuolo 1 - 0 Salernitana
1-0 Domenico Berardi ('54 )

Udinese 0 - 1 Fiorentina
0-1 Dusan Vlahovic ('16 , víti)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
2 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
3 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Udinese 14 6 3 5 15 20 -5 21
9 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
10 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
11 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
15 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
16 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
17 Genoa 14 2 5 7 13 21 -8 11
18 Pisa 14 1 7 6 10 19 -9 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir