Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. september 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umfjöllun
Ef leikmenn væru færðir niður: Rosalega sterkt byrjunarlið hjá U21
U21 landsliðið mætir Tékklandi á morgun.
U21 landsliðið mætir Tékklandi á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar og Ísak eru báðir gjaldgengir í A-landsliðið.
Hákon Arnar og Ísak eru báðir gjaldgengir í A-landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðið spilar á morgun síðari leik sinn við Tékkland í umspilinu fyrir lokakeppni EM.

Liðið tapaði fyrri leik sínum á heimavelli, 1-2, og þarf að koma til baka á morgun.

Liðið hefur misst út þrjá mikilvæga leikmenn fyrir þennan leik. Ísak Snær Þorvaldsson og Kristall Máni Ingason eru meiddir og er Sævar Atli Magnússon í banni.

Það eru sjö leikmenn í A-landsliðinu gjaldgengir með U21 en enginn þeirra mun koma upp fyrir þennan mikilvæga leik. A-landsliðið spilar við Albaníu á morgun í Þjóðadeildinni og þrátt fyrir að liðið eigi ekki möguleika á að vinna sinn riðil þá segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, að leikurinn sé mikilvægur. Annað sæti í riðlinum gæti opnað bakdyraleið gegnum umspil um sæti á EM 2024.

„Með því að ná öðru sæti í riðlinum, enda fyrir ofan Albaníu, gefur okkur mjög góða möguleika á því að vera hluti af þessu umspili sem fer fram í mars 2024. Ef við þyrftum á því að halda, stefnan er að komast á EM í gegnum undankeppnina. En með því að enda í öðru sæti þá er mjög góður möguleiki á að vera hluti af þessu umspili," segir Arnar í viðtali við miðla KSÍ.

Lið sem ekki tryggja sér sæti á EM í gegnum undankeppnina geta með góðum árangri í Þjóðadeildinni komist í sérstakt umspil um sæti á mótinu. Umspil eins og það sem Ísland komst í 2020 en tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjalandi.

Þá segir Arnar að góð úrslit á þriðjudag gefi Íslandi möguleika á því að komast upp í 2. styrkleikaflokk yfir dráttinn í undankeppni EM en dregið verður í október.

Möguleiki á stórmóti fyrir U21
U21 landsliðið þarf sigur á morgun til þess að komast í lokakeppni EM. U21 liðið hefur tvisvar áður komist á lokamótið og gæti það verið mikilvæg reynsla fyrir þessa ungu stráka.

Þá gæti góður árangur á EM opnað fyrir sæti á Ólympíuleikunum árið 2024 sem væri áhugavert. Árangur A-landsliðsins er samt sem áður tekinn fram yfir U21.

Hversu sterkt gæti samt U21 landsliðið mögulega verið? Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið sem undirritaður setti saman fyrir leikinn á morgun - ef allir leikmennirnir væru með U21 í þessu verkefni og leikmenn úr A-landsliðinu færðir niður; meiddir leikmenn og þeir sem eru í banni eru ekki með þarna. Ekki er annað hægt að segja en að þetta sé mjög sterkt lið, lið sem gæti líklega gert mjög góða hluti á lokamótinu sjálfu.

Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Lucas Guðjohnsen, Þórir Jóhann Helgason og Mikael Egill Ellertsson eru allir löglegir með U21 landsliðinu en eru í A-hópnum. Einnig markverðirnir Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson.



Árið 2010 tók KSÍ ákvörðun um að U21 gengi fyrir og komst liðið þá á stórmót, en núna er það ekki þannig. Þó það sé þannig þá er U21 liðið áfram sterkt og möguleikinn á stórmóti svo sannarlega áfram til staðar. Strákarnir sem eru þar geta alveg klárað þetta þó möguleikinn væri meiri með leikmönnunum úr A-landsliðinu í liðinu.

Sjá einnig:
Förum bara samt á EM
Athugasemdir
banner
banner
banner