Enska B-deildarfélagið Ipswich Town er komið áfram í 4. umferð enska deildabikarsins eftir magnaðan 3-2 endurkomusigur á úrvalsdeildarliði Wolves. Burnley var ekki í vandræðum með Salford, en þeim leik lauk með 4-0 sigri Burnley.
Hwang-Hee Chan og Toti komu Wolves í 2-0 á fyrstu fimmtán mínútunum.
Flest lið neðri deildarlið hefðu lagst niður og leyft andstæðingunum að keyra yfir sig, en það gerði Ipswich ekki.
Omari Hutchinson, sem er á láni hjá Ipswich frá Chelsea, minnkaði muninn á 28. mínútu áður en Freddi Ladapo jafnaði ellefu mínútum síðar.
Jack Taylor gerði þriðja mark heimamanna á 58. mínútu og dugði það til sigurs. Stuðningsmanna félag Ipswich á Íslandi fagnar þessum sigri væntanlega hátíðlega í kvöld.
Nýliðiar ensku úrvalsdeildarinnar í Luton eru einnig úr leik eftir að hafa tapað 1-0 gegn Exeter. Demetri Mitchell skoraði sigurmarkið á 84. mínútu og lét síðan reka sig af velli fjórum mínútum síðar með sitt annað gula spjald.
Burnley vann auðveldan 4-0 sigur á Salford, sem er í eigu Gary Neville, Ryan Giggs, Phil Neville, Paul Scholes, Nicky Butt og David Beckham.
Anass Zaroury lagði upp þrjú mörk fyrir liðsfélaga sína í Burnley í leiknum.
Úrslit og markaskorarar:
Bradford 0 - 2 Middlesbrough
0-1 Emmanuel Latte Lath ('21 )
0-2 Morgan Rogers ('54 )
Exeter 1 - 0 Luton
1-0 Demetri Mitchell ('83 )
Rautt spjald: Demetri Mitchell, Exeter ('88)
Ipswich Town 3 - 2 Wolves
0-1 Hee-Chan Hwang ('4 )
0-2 Toti ('15 )
1-2 Omari Hutchinson ('28 )
2-2 Freddie Ladapo ('39 )
3-2 Jack Taylor ('58 )
Port Vale 2 - 1 Sutton Utd
1-0 Joshua Thomas ('49 )
1-1 Josh Coley ('70 )
2-1 Funso Ojo ('83 )
Salford City 0 - 4 Burnley
0-1 Sander Berge ('12 )
0-2 Jacob Bruun Larsen ('20 )
0-3 Dara O'Shea ('27 )
0-4 Wilson Odobert ('81 )
Athugasemdir