Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 26. september 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Forsetinn skotinn til bana eftir tapleik
Frá Bógóta, höfuðborg Kólumbíu.
Frá Bógóta, höfuðborg Kólumbíu.
Mynd: Getty Images
Forseti kólumbíska B-deildarfélagsins Tigres de Bogota var myrtur af byssumönnum eftir tap liðsins um síðustu helgi.

Edgar Paez hafði setið í forsetastólnum síðan 2016 og var að keyra heim til sín frá heimavelli félagsins á laugardagskvöld þegar tveir menn á hvítu mótorhjóli myrtu hann.

Paez var 64 ára og fékk í sig fjögur skot í hnakkann og höfuðkúpuna. Hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Með honum í bílnum var eiginkona hans og dóttir, konan hlaut minniháttar meiðsli og dóttirin slapp ómeidd.

Tigres hafði tapað gegn Atletico FC de Cali 2-3 á heimavelli sínum.

Talið er að morðið gæti tengst hagræðingu úrslita en í síðustu viku var fjallað um það í kólumbískum fjölmiðlum að veðmálasvindl væru algeng í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner