Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 26. september 2023 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Fyrsta tap Lecce kom gegn Juventus
Arkadiusz Milik skoraði eina markið snemma í síðari hálfleiknum
Arkadiusz Milik skoraði eina markið snemma í síðari hálfleiknum
Mynd: EPA
Juventus 1 - 0 Lecce
1-0 Arkadiusz Milik ('57 )
Rautt spjald: Mohamed Kaba, Lecce ('90)

Juventus lagði Lecce að velli, 1-0, í Seríu A á Ítalíu í kvöld, en þetta var fyrsta tap Lecce á tímabilinu.

Heimamenn í Juventus voru langt í frá sannfærandi. Federico Chiesa var þeirra helsta ógn í fyrri hálfleiknum og átti nokkur fín færi á meðan Lecce skapaði sér lítið.

Eina mark leiksins gerði Arkadiusz Milik á 57. mínútu. Weston McKennie átti fyrirgjöf inn í teiginn á Adrien Rabiot sem stangaði boltann á fjær og var það Milik sem þefaði boltann upp áður en hann potaði boltanum í netið.

Lecce hélt sér inn í leiknum en þó án þess að skapa sér eitthvað af viti.

Mohamed Kaba, leikmaður liðsins, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok leiks og það fyrir dýfu. Chiesa hékk í Kaba sem reyndi að brjóta sér leið inn í teiginn áður en hann féll við. Strangur dómur að vísa honum af velli.

Þetta gerði út um vonir Lecce að jafna og urðu lokatölur því 1-0 Juventus í vil. Fyrsta tap Lecce á tímabilinu staðreynd á meðan Juventus er komið aftur á sigurbraut og situr nú í öðru sæti með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner