Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 26. september 2023 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjö úr Wolfsburg og þrjár úr Bayern byrja gegn Íslandi
Alexandra Popp fagnar marki með þýska landsliðinu
Alexandra Popp fagnar marki með þýska landsliðinu
Mynd: EPA
Sydney Lohmann er á mála hjá Bayern.
Sydney Lohmann er á mála hjá Bayern.
Mynd: EPA
Ísland og Þýskaland eigast við núna klukkan 16:15 í annarri umferð Þjóðadeildarinnar.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

Sjá einnig:
Byrjunarlið Íslands - Tvær breytingar frá sigrinum

Þýskaland er gríðarlega sigursælt lið í kvennaboltanum, en þær eru í lægð núna eftir erfitt HM og tap gegn Danmörku í fyrsta leik í Þjóðadeildinni.

Það verður ekki tekið af þeim að byrjunarlið þeirra er ógnarsterkt en liðið samstendur nánast eingönu af leikmönnum Bayern München og Wolfsburg sem eru tvö sterkustu liðin í Þýskalandi.

Í byrjunarliði Þýskalands eru sjö leikmenn úr Wolfsburg sem fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Eru þar liðsfélagar Sveindísar Jane Jónsdóttur. Þrjár eru liðsfélagar Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Bayern München en Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Vilhjálmsdóttir eru einnig samningsbundnar félaginu. Þá leikur Sarai Linder með Hoffenheim en hún er sú eina í byrjunarliðinu sem ekki leikur með annað hvort Bayern eða Wolfsburg.

Stærsta stjarna liðsins er fyrirliðinn Alexandra Popp en þetta eru allt leikmenn í hæsta klassa.

Byrjunarlið Þýskalands:
1. Merle Frohms (m)
3. Kathrin Hendrich
5. Marina Hegering
6. Lena Oberdorf
8. Sydney Lohmann
11. Alexandra Popp
14. Lena Lattwein
15. Giulia Gwinn
19. Klara Bühl
22. Jule Brand
23. Sarai Linder
Athugasemdir
banner
banner