Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   þri 26. september 2023 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Townsend mistókst að semja við félög í Tyrklandi og Sádí-Arabíu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Townsend skoraði 3 mörk í 13 A-landsleikjum fyrir England.
Townsend skoraði 3 mörk í 13 A-landsleikjum fyrir England.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Enski kantmaðurinn Andros Townsend gæti verið búinn að spila sinn síðasta úrvalsdeildarleik eftir að honum tókst ekki að semja við Burnley um að spila með félaginu í efstu deild enska boltans.

Townsend er 32 ára gamall og er samningslaus, en hann lék síðast fyrir Everton tímabilið 2021-22 áður en hann sleit krossband. Þar áður hafði hann spilað fyrir Tottenham, QPR, Crystal Palace og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Townsend stóð sig vel á prufu hjá Burnley en að lokum var niðurstaðan sú að félagið þarf ekki kantmann sem býr yfir hans eiginleikum þessa stundina. Vincent Kompany hrósaði Townsend fyrir dvöl hans hjá félaginu en það er engin þörf fyrir hans krafta eftir komu Luca Koleosho og Zeki Amdouni í sumar.

„Þetta var mögulega eitt erfiðasta samtal sem ég hef átt á ferlinum, ég var engan veginn undirbúinn fyrir þetta. Ég var að skoða hús fyrir fjölskylduna, skóla fyrir börnin og treyjunúmer fyrir sjálfan mig þegar mér var allt í einu sagt að félagið væri hætt við að bjóða mér samning. Þetta snéri heiminum mínum á hvolf," sagði Townsend við BBC Radio 5.

„Ég sagði mína hlið og reyndi að fá þá til að skipta um skoðun en það gekk ekki. Burnley er félag sem kaupir efnilega og óslípaða demanta ódýrt til að selja fyrir gróða í framtíðinni og ég skil það. Ég passa ekki inn í þá jöfnu, ég væri bara fyrir þeim í goggunarröðinni. Þessir ungu strákar þurfa spiltíma svo þeir geti sprungið út."

Townsend segist hafa verið í viðræðum við önnur félög í sumar en hann hafi ekki fengið neitt nema hafnanir, og vill kenna krossbandsslitunum sem hann varð fyrir í fyrra um það.

„Ég var í Tyrklandi á gluggadaginn og einn umboðsmaður sagðist 100% vera búinn að finna samkomulag fyrir mig. Ég beið eftir þessu í Tyrklandi allan gluggadaginn en svo varð ekkert úr því. Þannig hefur mánuðurinn minn verið, fólk að gefa mér falskar vonir en svo vill enginn fá mig.

„Ég skil það samt líka, staðan er þannig að ég hef ekki spilað keppnisleik í fótbolta í 18 mánuði og er kominn á ákveðinn aldur. Þess vegna geta ensk félög ekki leyft sér að taka áhættuna með að bjóða mér samning. Þá horfði ég til útlanda og bjóst við að geta gengið beint inn í eitthvað fótboltalið vegna reynslunnar sem ég bý yfir, en ég lenti í því sama þar. Enginn vildi fá mig útaf því að ég hef ekki spilað fótbolta svo lengi.

„Það getur verið mjög erfitt að slíta krossband, þar sem leikmenn á ákveðnum aldri geta lent í því að endurheimta aldrei fulla krafta sína aftur. Fólk er smeykt um að meiðslin hafi gert út af við mig.

„Það var einn umboðsmaður sem talaði um að félag í C-deildinni í Sádí-Arabíu væri til í að fá mig. Hann sagði að forsetinn vildi ólmur semja við mig. Ég var óviss í fyrstu útaf gæðastiginu en eftir að ég svaf á þessu ákvað ég að hringja og gefa kost á mér, ég var orðinn spenntur fyrir að spila fótbolta aftur sama í hvaða deild það var. Þegar ég hringdi morguninn eftir var lokadagur félagsskiptagluggans í Sádí-Arabíu og umboðsmaðurinn sagðist ætla að skipuleggja fund.

„Það tókst ekki, umboðsmaðurinn sagði mér að lokum að forsetinn væri búinn að ákveða gegn því að fá inn nýja leikmenn á gluggadegi."

Townsend heldur leit sinni að nýju félagsliði áfram og er að æfa með U18 liði Tottenham þessa dagana til að halda sér í formi.

„Ég mun fylgjast vel með símanum næstu vikurnar. Ég vona að ég fái samning, ég hlakka til að spila fótbolta á ný."

Townsend hefur komið að 60 mörkum í 264 úrvalsdeildarleikjum á ferlinum. Tímabilið 2018/19 var hans besta tímabil þar sem hann skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar í 38 leikjum með Crystal Palace.


Athugasemdir
banner
banner
banner