Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. nóvember 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Silva stýrir Everton um helgina
Í erfiðri stöðu.
Í erfiðri stöðu.
Mynd: Getty Images
Marco Silva verður við stjórnvölinn hjá Everton þegar liðið mætir Leicester á sunnudag en Sky Sports segir frá þessu í dag.

Stuðningsmenn Everton vilja margir sjá nýjan knattspyrnustjóra eftir dapurt gengi liðsins í vetur.

Everton er í 15. sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir tapið gegn Norwich um helgina.

Í gær var veggjakrot á Goodison Park þar sem kallað var eftir brottrekstri Silva.

Silva stýrði æfingu eins og venjulega í dag og samkvæmt frétt Sky stýrir hann liðinu gegn Leicester. Everton er á leiðinni í gífurlega erfiða leiki á næstu vikum.

Næstu leikir Everton
1. desember Leicester - Everton
4. desember Liverpool - Everton
7. desember Everton - Chelsea
15. desember Manchester United - Everton

Sjá einnig:
Íslenskir Everton menn vilja Silva burt - Hver gæti tekið við?
Athugasemdir
banner
banner
banner