Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 26. nóvember 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Baðst afsökunar á frammistöðu sinni - „Ég er í rusli“
Mynd: Getty Images
Thiago Silva, varnarmaður Chelsea á Englandi, bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á hræðilegri frammistöðu liðsins í 4-1 tapinu gegn Newcastle United í gær.

Varnarmenn Chelsea áttu ekki góðan dag á skrifstofunni og þá sérstaklega Silva sem fékk aðeins 4 í einkunn frá Sky Sports, en aðeins einn var verri en hann og það var sjálfur fyrirliðinn Reece James, sem var rekinn af velli í síðari hálfleiknum.

Newcastle fór illa með Lundúnarliðið, sem er að eiga slaka byrjun á tímabilinu.

Chelsea er í 10. sæti með 16 stig en þetta var fimmta tap liðsins í deildinni.

„Ég er í rusli. Þetta var ekki góður dagur hjá okkur og vil ég biðja alla og sérstaklega liðsfélaga mína afsökunar á þessu tapi. Þeir hafa trú á mér og sýna mér stuðning á hverjum degi. Ég tek fulla ábyrgð. Söfnum styrk og komum sterkari til baka,“ sagði Silva á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner