Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   sun 26. nóvember 2023 21:03
Brynjar Ingi Erluson
Emery um Douglas Luiz: Held að hann sé ánægður hjá Villa
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Aston Villa, segir brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz ánægðan hjá félaginu.

Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir Luiz efstan á óskalista Arsenal fyrir janúargluggann.

Arsenal reyndi að kaupa fyrir ári síðan en Aston Villa hafnaði öllum tilboðum félagsins.

Talið er að Mikel Arteta og hans menn í Arsenal ætli sér að reyna aftur við Luiz eftir áramót.

„Douglas er að spila mjög vel. Hann hefur bætt sig mikið og skuldbindingin hreint ótrúleg. Ég vil halda honum og held að hann sé ánægður hjá okkur. Frammistaða hans hefur verið frábær og ég vil hafa hann hér,“ sagði Emery í dag.

Luiz lagði upp jöfnunarmark Villa í leiknum en hann hefur nú komið að fimmtán deildarmörkum á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner