Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. janúar 2020 22:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta: Höldum áfram skref fyrir skref
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög glaður," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir 1-2 útsigur á Bournemouth í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.

„Það er alltaf erfitt að koma hingað og vinna. Við náðum því í kvöld með ungu liði. Ég var stressaður undir lokin því við fáum of oft á okkur mark seint í leikjum."

„Saga félagsins í þessari keppni hefur mikla þýðingu. Við verðum að halda áfram í henni skref fyrir skref."

Arteta var einnig spurður út í félagaskiptamarkaðinn: „Við erum á markaðnum. Við erum að leita að sumum hlutum með þá fjármuni sem við höfum og við munum láta ykkur vita þegar við vitum meira," sagði Arteta við BBC Sport.

Arteta var spurður út í meiðsli Shkodran Mustafi í viðtali við danska fjölmiðil. Mustafi þurfti að vera borin af velli eftir samstuð eftir um klukkutíma leik.

„Við vitum ekki hvernig staðan er - við fáum að vita meira á morgun en þegar Mustafi þarf að fara af velli þá eru það venjulega ekki góðar fregnir," sagði Arteta að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner