Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fös 27. janúar 2023 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Sjö félög vilja Tanganga
Mynd: Getty Images

Varnarmaðurinn fjölhæfi Japhet Tanganga er gríðarlega eftirsóttur í janúarglugganum en Tottenham er líklegt til að halda honum innan sinna raða.


Tanganga er 23 ára gamall og með tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Hann er ekki byrjunarliðsmaður hjá Antonio Conte en stjórinn hefur mætur á honum og notar hann af og til þegar hann vantar liðtækan varnarmann.

Tanganga getur spilað í allri varnarlínunni og er Conte sérstaklega hrifinn af vinnusemi hans og hugarfari. Það þarf því gott tilboð til að kaupa hann frá London.

Sky Sports greinir frá því að sjö félög hafi áhuga á Tanganga en ekkert félag sé reiðubúið til að borga nægilega mikið fyrir hann. Flest áhugasöm félög vilja fá hann á lánssamningi en ekki er tekið fram hver þau eru.


Athugasemdir
banner
banner