Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 27. mars 2015 09:52
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Gummi Hreiðars: Ég vonast til að Hannes fari í betri deild
Icelandair
Gummi Hreiðars á fréttamannafundi.
Gummi Hreiðars á fréttamannafundi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markmannsþjálfarinn Guðmundur Hreiðarsson segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, sé í fínu standi fyrir leikinn gegn Kasakstan á morgun.

,,Staðan er góð á honum sem og Ingvari og Ögmundi. Frá því að við vorum í Flórída er Hannes búinn að spila fimm leiki. Auðvitað væri æskilegt ef hann væri búoinn að spila fleiri leiki en hann er búinn að spila nógu marga leiki til að vera klár í þetta verkefni, eins og þeir allir," sagði Guðmundur við Fótbolta.net í dag.

Guðmundur segist sjá mikinn mun á markvörðum íslenska landsliðsins eftir að þeir fóru út í atvinnumennsku.

,,Ég sé gríðarlegan mun á þeim, bæði tæknilega og líkamlega. Ég myndi vilja sjá fleiri markmenn fara þessa leið. Þú verður að taka þessa áskorun. Þú verður að setja smá pressu á sjálfan þig ef þú ætlar að vera betri. Þú ert í meiri samkeppni erlendis en heima, með fullri virðingu fyrir dagskránni þar,"

Hannes er á mála hjá Sandnes Ulf sem féll úr norsku 1. deildinni í fyrra. Guðmundur viðurkennir að hann vilji sjá Hannes fara í annað lið.

,,Ég vonast til að Hannes fari í betri deild. Ég held að það sé lykill fyrir hann að stíga það skref, allavegana á næsta ári. Ég hef trú á því að hann verði eftirsóttur. Sumarið er framundan og þá sjáum við hvað setur," sagði Guðmundur.

Hér að ofan má sjá viðtalið við Guðmund í heild en í myndbandinu tjáir hann sig einnig um markverði andstæðingana.
Athugasemdir
banner
banner