banner
   mán 27. mars 2023 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Smith Rowe vill meiri spiltíma
Smith Rowe vill meiri spiltíma.
Smith Rowe vill meiri spiltíma.
Mynd: Getty Images

Emile Smith Rowe, sóknartengiliður Arsenal, hefur ekki fengið mikinn spiltíma á leiktíðinni eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur á síðustu leiktíð, með 10 mörk í 33 úrvalsdeildarleikjum.


Hann lenti í erfiðum meiðslum á upphafi tímabilsins en er núna búinn að ná fullum bata og vonast til að fá spiltíma á lokakaflanum.

„Ég vil bara spila fótbolta. Liðið er að gera frábæra hluti og ég þrái að vera partur af því. Ég verð að halda mér í góðu formi svo ég verði tilbúinn í slaginn þegar stjórinn þarf á mér að halda," segir Smith Rowe, sem fékk aðeins að spila átta mínútur gegn Crystal Palace í síðustu umferð eftir að hafa verið ónotaður varamaður tvo leiki þar á undan.

Smith Rowe var í byrjunarliði U21 landsliðs Englands sem vann Frakklan 4-0 í vináttuleik í landsleikjahlénu. Hann skoraði í leiknum og var það hans fyrsta mark síðan í júní.

Leikmaðurinn fékk einnig að spila 50 mínútur í frábærum 3-2 endurkomusigri gegn Bournemouth á dögunum þar sem hann lagði upp eitt marka Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner