Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi, að þá er það Bjarni fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
banner
   lau 27. apríl 2019 18:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Óli Kristjáns: Það voru fiðrildi í morgun
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH fékk nýliða HK í heimsókn á kaplakrikavöll í dag.
FH var fyrir mót spáð baráttu um Íslandsmeistaratitilinn meðan nýliðum HK er spáð falli í Inkasso að ári.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 HK

„Tilfininginn er góð, það voru fiðrildi í morgun og frábært að fara á þessa veislu í gær á Valsvellinum og koma svo hérna og spila sjálfur með liðið og tala nú ekki um núna þegar það eru þrjú stig komin í hús þá líður mér eðlilega vel." Sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í dag.

Athygli vakti að Steven Lennon aðal framherji FH-inga byrjaði á bekknum í dag.
„Hann var ekkert bekkjaður að öðru leiti en því að hann er ekki maður í 90 mínútur eins og er, hann er búin að vera glíma við smá eymsli í lærinu og Atli var bara settur í byrjunarliðið, búin að vera þar í meira og minna allt vor og vetur."

Það vakti athygli síðasta sumar þegar Óli talaði um að liðið væri bútasaumsteppi og það var við hæfi að spyrja hvernig teppi FH ætlar að bjóða uppá í sumar en svarið var stutt og laggott,
„Rýjað".

Aðspurður um frekari styrkingar fyrir lok glugga vildi Óli ekki loka á neitt en taldi þa ólíklegt.
„Nei nei, við erum með þennan hóp og það þarf að vera eitthvað sérstakt og óvænt ef að það kemur eitthvað, það er ekki það sem við erum að fókusera á núna." Sagði Ólafur Kristjánsson að lokum. 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner