FH fékk nýliða HK í heimsókn á kaplakrikavöll í dag.
FH var fyrir mót spáð baráttu um Íslandsmeistaratitilinn meðan nýliðum HK er spáð falli í Inkasso að ári.
FH var fyrir mót spáð baráttu um Íslandsmeistaratitilinn meðan nýliðum HK er spáð falli í Inkasso að ári.
Lestu um leikinn: FH 2 - 0 HK
„Tilfininginn er góð, það voru fiðrildi í morgun og frábært að fara á þessa veislu í gær á Valsvellinum og koma svo hérna og spila sjálfur með liðið og tala nú ekki um núna þegar það eru þrjú stig komin í hús þá líður mér eðlilega vel." Sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í dag.
Athygli vakti að Steven Lennon aðal framherji FH-inga byrjaði á bekknum í dag.
„Hann var ekkert bekkjaður að öðru leiti en því að hann er ekki maður í 90 mínútur eins og er, hann er búin að vera glíma við smá eymsli í lærinu og Atli var bara settur í byrjunarliðið, búin að vera þar í meira og minna allt vor og vetur."
Það vakti athygli síðasta sumar þegar Óli talaði um að liðið væri bútasaumsteppi og það var við hæfi að spyrja hvernig teppi FH ætlar að bjóða uppá í sumar en svarið var stutt og laggott,
„Rýjað".
Aðspurður um frekari styrkingar fyrir lok glugga vildi Óli ekki loka á neitt en taldi þa ólíklegt.
„Nei nei, við erum með þennan hóp og það þarf að vera eitthvað sérstakt og óvænt ef að það kemur eitthvað, það er ekki það sem við erum að fókusera á núna." Sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir